Kerti Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavíkurborg frá árinu 1981. Í gær var gengið niður Laugaveginn að Austurvelli til að leggja áherslu á kröfu um frið í heiminum.
Kerti Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavíkurborg frá árinu 1981. Í gær var gengið niður Laugaveginn að Austurvelli til að leggja áherslu á kröfu um frið í heiminum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sannkallaður jólaandi sveif yfir vötnum er fólk safnaðist saman og yljaði sér á heitu kakói og ristuðum möndlum í miðborg Reykjavíkur og miðbæ Hafnarfjarðar í gær. Þeir sem enn áttu eftir að klára jólagjafainnkaupin nýttu tækifærið og skoðuðu sig um …

Sannkallaður jólaandi sveif yfir vötnum er fólk safnaðist saman og yljaði sér á heitu kakói og ristuðum möndlum í miðborg Reykjavíkur og miðbæ Hafnarfjarðar í gær. Þeir sem enn áttu eftir að klára jólagjafainnkaupin nýttu tækifærið og skoðuðu sig um í búðum á meðan aðrir skelltu sér á skauta og nutu tónlistarinnar sem ómaði um strætin. Jólasveinarnir og Grýla voru heldur ekki langt undan og heilsuðu upp á mannskapinn, og er aldrei að vita nema jólakötturinn hafi slegist í förina.

Margir voru með kerti í hönd er friðargangan fór fram á ný víða um land. Samstarfshópur friðarhreyfinga skipulagði gönguna að vanda en hún fór fyrst fram árið 1981.