Misheppnað? Hluti málverks Pieros della Francesca frá árinu 1874. Forverðir unnu að viðgerð í þrjú ár, einkum þó endurgerð fjárhirðanna.
Misheppnað? Hluti málverks Pieros della Francesca frá árinu 1874. Forverðir unnu að viðgerð í þrjú ár, einkum þó endurgerð fjárhirðanna. — Ljósmynd/National Gallery, London
Margir eru ósáttir við afrakstur þriggja ára viðgerðar forvarða á einu dáðasta málverkinu í þjóðarlistasafni Breta, National Gallery í London. Ítalski meistarinn ­Piero della Francesca málaði verkið árið 1475 en það sýnir hvar fæðingu Jesú er fagnað

Margir eru ósáttir við afrakstur þriggja ára viðgerðar forvarða á einu dáðasta málverkinu í þjóðarlistasafni Breta, National Gallery í London. Ítalski meistarinn ­Piero della Francesca málaði verkið árið 1475 en það sýnir hvar fæðingu Jesú er fagnað. Verkið var afar illa farið strax þegar National Gallery keypti það árið 1874; forsætisráðherrann á þeim tíma, Benjamin Disraeli, þurfti að verja kaupin í þinginu þar sem ástandið á dýru málverkinu var þá þegar það slæmt. Lagfæringar fyrri alda höfðu leikið það illa og stórar skellur af málningu fallið af. Verst voru myndir af tveimur fjárhirðum aftan við Maríu mey leiknar og þurftu forverðirnir nú að reyna að bjarga og endurgera þann hluta. Kunnur gagnrýnandi The Guardian, Jonathan Jones, er afar ósáttur við árangurinn, segir safnið hafa „eyðilagt jólin“ með endurgerð fjárhirðanna sem sé „klunnaleg“ og „hlægileg“.

Forverðirnir þurftu að mála höfuð fjárhirðanna nánast frá grunni en gátu byggt á sýnilegri undirteikningu Pieros. Fjárhirðarnir voru upphaflega brúnleitari en aðrar persónur í verkinu en deilt er á að þeir séu nú nánast appelsínugulir og eins og aðskotahlutir á myndfletinum.