[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gleðiboð jólanna fjalla um fjárhús og Krist; frelsara borinn er mannkyni þjóna vildi. Um fæðingu Jesú, fjárhirðar greindu fyrst, fullir af lotningu sáu þeir alla Guðs mildi. Heiminum öllum berst jólanna boðskapur núna: „Barn er oss fætt,“ þá rættist hin lifandi von

Jólasálmur 2022

Gleðiboð jólanna fjalla um fjárhús og Krist;

frelsara borinn er mannkyni þjóna vildi.

Um fæðingu Jesú, fjárhirðar greindu fyrst,

fullir af lotningu sáu þeir alla Guðs mildi.

Heiminum öllum berst jólanna boðskapur núna:

„Barn er oss fætt,“ þá rættist hin lifandi von.

Guð sem er kærleikur kveikir í hjörtunum trúna;

„Kristur oss gefinn, borinn Guðs einkason!“

Kveðjan í Betlehem: „Yður er frelsari fæddur!“

fyllti menn vonum, þá englar í upphæðum sungu.

Spádómar sögðu hann væri guðseðli gæddur,

guðspjöllin lesin og boðuð á marga þjóðtungu.

Áfram barst fregnin þessi út meðal þjóða,

þannig fór Orðið um heiminn í Jesú nafni.

Ávallt mun trúin koma til nýrra kynslóða,

kærleikur Guðs í Jesú, æ meðal vor dafni.

Er við lyftum höfði móti hækkandi sól,

horfum þá til framtíðar við komandi nýtt ár.

Þakkir Guði færum, að öll við eigum jól,

ómæld er hans gæska, er þerrar sérhvert tár.

Með gleðiboðskap jóla, hann frelsara oss færir,

og fögnuður og trú vor í gæskunni hans býr.

Í Kristi því við fögnum, hann fátækt andans nærir,

„Fylg þú mér,“ hann segir, – þú verður maður nýr.

Ert' í huga þínum ekki eftir Drottins hjarta?

Efst sú regla gildir, að elska náungann.

Hugsa um þinn næsta, að sjái birtu bjarta,

bið að kærleikshendur, leiði sérhvern mann.

Jesús biður okkur að vinna bæði og vaka,

verkin góð oss leiði í fyrirmyndum hans.

Styðja sérhvern bróður ef að þrautir þjaka,

það er leiðin vísust með Kristi kærleikans.

Enn í Jesú nafni við höldum hátíð bjarta,

Honum öll við bjóðum að dvelja okkur hjá.

Guðspjallið á jólunum, gleður sérhvert hjarta,

gefur mörgum vonir, sem elska hann og þrá.

Í hjarta þínu býr hann og biður þig að trúa,

boð hans eru þessi: „Ávallt er ég þinn!“

Í öllum raunum þínum þú skalt að honum snúa,

þá muntu finna gleðina, og segja: „Gakk hér inn!“

Höfundur er prestur emeritus og fv. sóknarprestur.

Höf.: Jólasálmur 2022