— Ljósmynd/Sigurður Jökull
Íslensku fiskiskipin hafa siglt til hafnar hvert af öðru undanfarna daga. Það er kærkomið fyrir sjómennina að eyða jólunum með fjölskyldum sínum. Gamla höfnin í Reykjavík er að fyllast og það er tilkomumikil sjón að sjá þau prýdd jólaljósum þegar skyggja tekur

Íslensku fiskiskipin hafa siglt til hafnar hvert af öðru undanfarna daga. Það er kærkomið fyrir sjómennina að eyða jólunum með fjölskyldum sínum. Gamla höfnin í Reykjavík er að fyllast og það er tilkomumikil sjón að sjá þau prýdd jólaljósum þegar skyggja tekur. Ekki skemmir fyrir að veðrið hefur verið stillt, en kalt. Er ástæða til að hvetja fólk til að renna niður að höfn og virða fyrir sér dýrðina. Eftir jólin halda sum skipanna til veiða á ný og önnur halda til veiða á nýju ári.