Justin Hawkins með eigin hljóðnema.
Justin Hawkins með eigin hljóðnema. — AFP/Mike Windle
Leyst Aursletturnar gengu yfir Justin Hawkins, söngvara The Darkness, eftir að hann virtist storma á svið og rífa hljóðnemann af sjálfum Brian Johnson, söngvara AC/DC, í miðjum flutningi hans á klassíkinni Back in Black á minningartónleikunum um…

Leyst Aursletturnar gengu yfir Justin Hawkins, söngvara The Darkness, eftir að hann virtist storma á svið og rífa hljóðnemann af sjálfum Brian Johnson, söngvara AC/DC, í miðjum flutningi hans á klassíkinni Back in Black á minningartónleikunum um Taylor Hawkins, trymbil Foo Fighters, í Lundúnum í haust. Nú liggur loks fyrir hvernig málið er vaxið en Johnson skýrði það út í viðtali í útvarpsþættinum Trunk Nation With Eddie Trunk á dögunum. Hawkins, sem er mikill AC/DC-maður, átti sumsé að koma á svið og syngja annað versið en var svo yfirspenntur að hann gleymdi sínum hljóðnema og þurfti því að fá hljóðnema Johnsons lánaðan.