Dóttir Maya Widmaier-Picasso var sérfræðingur í verkum Picassos.
Dóttir Maya Widmaier-Picasso var sérfræðingur í verkum Picassos. — AFP/Valery Hache
Maya Widmaier-Picasso, elsta dóttir listmálarans Pablos Picassos, lést í París í vikunni, 87 ára að aldri. Móðir hennar, Marie-Thérèse Walter, var 17 ára þegar hún kynntist Picasso sem var þá 45 ára

Maya Widmaier-Picasso, elsta dóttir listmálarans Pablos Picassos, lést í París í vikunni, 87 ára að aldri. Móðir hennar, Marie-Thérèse Walter, var 17 ára þegar hún kynntist Picasso sem var þá 45 ára. Átta árum síðar fæddist Maya. Eins og önnur börn málarans, sem var þekktasti myndlistarmaður síðustu aldar, hefur kastljós fjölmiðla beinst að henni frá fæðingu. Picasso málaði og teiknaði líka af henni margar þekktar myndir.

Eftir lát föður síns árið 1973 varð Maya sérfræðingur í verkum hans og tók að sér að staðfesta uppruna þeirra. Að sögn barna hennar rannsakaði hún þúsundir verka föður síns og þurfti oft að skera út um hvort þau væru mögulega fölsuð.

Um þessar mundir eru í Picasso-safninu í París tvær sýningar sem Diana dóttir Mayu hefur sett upp og eru helgaðar lífi hennar.