Yfirfullt Pappakassar og fleira rusl hafði safnast saman við gáma við Bústaðaveg í vikunni, líkt og við marga fleiri gáma í Reykjavík.
Yfirfullt Pappakassar og fleira rusl hafði safnast saman við gáma við Bústaðaveg í vikunni, líkt og við marga fleiri gáma í Reykjavík. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grenndargámar eru á um 90 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, flestir í Reykjavík eins og gefur að skilja. Oft eru þeir fljótir að fyllast en eftir fannfergi síðustu helgar voru þeir enn fljótari að fyllast og víða mynduðust hrúgur af pappír og öðru rusli…

Grenndargámar eru á um 90 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, flestir í Reykjavík eins og gefur að skilja. Oft eru þeir fljótir að fyllast en eftir fannfergi síðustu helgar voru þeir enn fljótari að fyllast og víða mynduðust hrúgur af pappír og öðru rusli við gámana, líkt og meðfylgjandi mynd af Bústaðavegi ber með sér.

Sveitarfélögin sjá um rekstur gámanna en fyrirtækið Terra sér um að tæma þá og koma innihaldinu til Sorpu til endurvinnslu. Fjölmargar ábendingar hafa borist í vikunni um yfirfulla gáma en vegna fannfergis var aðkoma að þeim erfið framan af vikunni. Ofan á allt saman bættist að annar þeirra bíla bilaði sem Terra notar við að tæma gámana.

Stefnt var að því að tæma alla gáma fyrir jól og þeir verða einnig tæmdir á milli jóla og nýárs. Í gámana er hægt að losa sig við plast, pappír og gler, auk þess sem RKÍ er með gám undir föt og skátar taka við flöskum og dósum.