Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem liggur undir grun vegna stunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík 17. nóvember sl. hefur verið framlengt til 17. janúar. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem liggur undir grun vegna stunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík 17. nóvember sl. hefur verið framlengt til 17. janúar.

Þetta staðfesti Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Maðurinn er sá eini sem enn er í varðhaldi vegna málsins en um tíma sat á annan tug einstaklinga í gæsluvarðhaldi.