[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir tveggja ára hlé frá samkomuhaldi vegna kórónuveirunnar hafa landsmenn tekið gleði sína á ný og komið saman við mann og annan. Börnin eru þar engin undantekning, en þau hafa fjölmennt á jólaböll í skólum sínum á aðventunni, dansað í kringum jólatréð, sungið jólalög og heilsað upp á jólasveinana

Eftir tveggja ára hlé frá samkomuhaldi vegna kórónuveirunnar hafa landsmenn tekið gleði sína á ný og komið saman við mann og annan. Börnin eru þar engin undantekning, en þau hafa fjölmennt á jólaböll í skólum sínum á aðventunni, dansað í kringum jólatréð, sungið jólalög og heilsað upp á jólasveinana.

Jólasveinarnir sem birtast úr fylgsnum sínum til fjalla eru af öllum stærðum og gerðum. Sumir klæða sig enn upp á gamla mátann en aðrir mæta rauðklæddir. Allir eiga þeir þó sameiginlegt að vera fúlskeggjaðir, enda ekki rakað sig um árhundruð, og hafa hátt.

Annríkið er mikið þegar þeytast þarf á milli húsa alla aðventuna, koma fram á jólaböllum og öðrum samkomum þar sem trallað er og sungið. Sveinkar snúa síðan heim í híði sín, til Grýlu og Leppalúða, og hvílast fram að næstu jólum.