Skipum á búi athafnamannsins Guðmundar A. Birgissonar, oftast kenndum við bæinn Núpa í Ölfusi, er lokið. Samtals fengust 929 milljónir upp í samtals 2,78 milljarða samþykktar kröfur en eftir stóðu rúmlega 1,85 milljarðar
Skipum á búi athafnamannsins Guðmundar A. Birgissonar, oftast kenndum við bæinn Núpa í Ölfusi, er lokið. Samtals fengust 929 milljónir upp í samtals 2,78 milljarða samþykktar kröfur en eftir stóðu rúmlega 1,85 milljarðar. Fengust veðkröfur að fullu greiddar upp og 769,3 milljónir upp í almennar kröfur en það nemur 29,4% upp í almennar kröfur. Guðmundur var úrskurðaður gjaldþrota 20. desember árið 2013 og lauk skiptunum upp á dag níu árum síðar.