Finnur Beck
Finnur Beck
Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, og tekur við starfinu af Páli Erland. Finnur hefur verið forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku frá miðju ári 2021

Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, og tekur við starfinu af Páli Erland.

Finnur hefur verið forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku frá miðju ári 2021. Þar áður starfaði hann sem lögfræðingur HS Orku hf. frá árinu 2015 til 2020 og var um tíma settur forstjóri félagsins.

Finnur hefur m.a. starfað sem héraðsdómslögmaður hjá Landslögum og sinnt stundakennslu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík á sviði fjármunaréttar, stjórnskipunarréttar og alþjóðlegs og evrópsks orkuréttar.

Aðildarfélög Samorku eru rúmlega 50 talsins. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku.