Sara Gunnarsdóttir
Sara Gunnarsdóttir
Leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir er á svokölluðum stuttlista til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknaðra kvikmynda, fyrir My Year of Dicks sem hún gerði ásamt handritshöfundinum Pamelu Ribon. Sara er þriðja íslenska konan sem er á stuttlista til…

Leikstjórinn Sara Gunnarsdóttir er á svokölluðum stuttlista til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknaðra kvikmynda, fyrir My Year of Dicks sem hún gerði ásamt handritshöfundinum Pamelu Ribon. Sara er þriðja íslenska konan sem er á stuttlista til Óskarsverðlauna í ár, ásamt Hildi Guðnadóttur tónskáldi sem er tilnefnd fyrir tónlistina í Women Talking og Hebu Þórisdóttur förðunarmeistara sem er tilnefnd fyrir vinnu sína við kvikmyndina Babylon.

Sara lauk BA-námi við Listaháskóla Íslands og er með MFA-gráðu í tilraunakenndri kvikun (e. experimental animation) frá CalArts í Kaliforníu. Lokaverkefni hennar þar í námi var tilnefnt fyrir 13 árum til sérstakra Óskarsverðlauna nemenda. Sara hefur síðan starfað vestanhafs og My Year of Dicks hefur unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum.