Afhending Fulltrúar styrkþega og Landsbankans í höfuðstöðvunum.
Afhending Fulltrúar styrkþega og Landsbankans í höfuðstöðvunum. — Ljósmynd/Landsbankinn
Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónir króna var úthlutað úr samfélagssjóði Landsbankans skömmu fyrir jól. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Sex verkefni hlutu styrk að fjárhæð ein milljón króna, tíu verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 16 verkefni fengu 250.000 króna styrk

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónir króna var úthlutað úr samfélagssjóði Landsbankans skömmu fyrir jól. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni.

Sex verkefni hlutu styrk að fjárhæð ein milljón króna, tíu verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 16 verkefni fengu 250.000 króna styrk. Meðal þeirra sem fengu eina milljón voru góðgerðarsamtökin Okkar heimur og Samtök um endómetríósu.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista.

Dómnefnd var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar. Frá árinu 2011 hafa ríflega 400 verkefni fengið styrki úr samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 195 milljónum króna.