30 ára Elísabet ólst upp á Álftanesi og býr í Hafnarfirði. Hún er fatahönnuður að mennt frá ESMOD í París. Elísabet er rekstrarstjóri á Start Hostel á Ásbrú í Reykjanesbæ og vinnur einnig að eigin hönnun

30 ára Elísabet ólst upp á Álftanesi og býr í Hafnarfirði. Hún er fatahönnuður að mennt frá ESMOD í París. Elísabet er rekstrarstjóri á Start Hostel á Ásbrú í Reykjanesbæ og vinnur einnig að eigin hönnun. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttu íþrótta- og félagsstarfi skáta, FBSR, DÍH og UMFÁ. Áhugamálin eru dans, tónlist, menning og læra tungumál.

Fjölskylda Eiginmaður Elísabetar er Birkir Rafn Þorvaldsson, f. 1989, bakari hjá Brikk í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Óliver Máni, f. 2020, og Amelía Sóley, f. 2022. Foreldrar Elísabetar eru hjónin Margrét Jóna Jónsdóttir, f,. 1957, eigandi Start Hostels, og Ingi Þór Þorgrímsson, f. 1957, fv. starfsmaður Atlantshafsbandalagsins. Þau eru búsett í Hafnarfirði.