— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Togarar Brims lágu við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um jólin og settu ljósum prýddir hátíðlegan svip á umhverfið. Ráðgert var svo að Viðey og Akurey héldu til veiða strax nú í nótt enda þarf fiskvinnslan hráefni svo allt komist aftur á snúning

Togarar Brims lágu við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um jólin og settu ljósum prýddir hátíðlegan svip á umhverfið. Ráðgert var svo að Viðey og Akurey héldu til veiða strax nú í nótt enda þarf fiskvinnslan hráefni svo allt komist aftur á snúning.

Svipaða sögu er að segja að norðan. Ísfisktogarar Samherja og ÚA áttu að fara á miðin strax eftir miðnætti, það er Björg, Björgúlfur, Björgvin og Kaldbakur. Ferðir þeirra nú verða þó aðeins fáeinir sólarhringar og hugsanlegt er að aflinn dugi til að hefja einhverja vinnslu í landi fyrir vikulokin. Almennt eru fiskmarkaðir sterkir strax eftir nýár og því gildir að þeir fiska sem róa, eins og máltækið segir. sbs@mbl.is