Söngsveitin Fílharmónía, ásamt hljómsveit og einsöngvurum, flytur Jólaóratoríu Johanns Sebastians Bachs í Langholtskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20. „Jólaóratoría er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin,“ segir í tilkynningu

Söngsveitin Fílharmónía, ásamt hljómsveit og einsöngvurum, flytur Jólaóratoríu Johanns Sebastians Bachs í Langholtskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20. „Jólaóratoría er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin,“ segir í tilkynningu. Einsöngvarar eru Íris Björk Gunnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson. Konsertmeistari er Páll Palomares og stjórnandi Magnús Ragnarsson. Söngsveitin Fílharmónía er 80 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Miðar fást á tix.is.