Norður ♠ G542 ♥ K97 ♦ 9753 ♣ 74 Vestur ♠ 8 ♥ 104 ♦ D10842 ♣ DG952 Austur ♠ 1093 ♥ DG8652 ♦ G6 ♣ 108 Suður ♠ ÁKD76 ♥ Á3 ♦ ÁK ♣ ÁK63 Suður spilar 7♠

Norður

♠ G542

♥ K97

♦ 9753

♣ 74

Vestur

♠ 8

♥ 104

♦ D10842

♣ DG952

Austur

♠ 1093

♥ DG8652

♦ G6

♣ 108

Suður

♠ ÁKD76

♥ Á3

♦ ÁK

♣ ÁK63

Suður spilar 7♠.

„Silence is golden,“ sungu The Tremeloes árið 1967. Vestur man ekki svo langt aftur og kemur óhikað inn á 2G við sterkri laufopnun suðurs. Þannig vill hann sýna láglitina og „leggja drög að góðri fórn“. En málin þróast á annan veg. N-S finna spaðalitinn og suður keyrir í alla leið í sjö. „Nú, jæja,“ hugsar vestur og spilar út trompáttu.

Sagnhafi leikur við hvern sinn fingur: tekur ♠ÁK, spilar hjarta þrisvar og trompar, tekur ♦ÁK og spilar spaða á gosann. Blindur á slaginn með eitt tromp og 2-2 í láglitunum, en heima á sagnhafi eitt tromp og ♣ÁKxx. Og vestur, blessaður? Hann á annaðhvort tvo tígla og þrjú lauf (og þá fríar sagnhafi laufslag með stungu) eða einn tígul og fjögur lauf (og þá trompar sagnhafi tígulinn frían). Dæmigerð trompþvingun, sem suður hefði seint spilað upp á gegn hljóðum mótherjum.