Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu hafið sakamálarannsókn á hendur búlgarska blaðamanninum Christo Grozev, stofnanda Bellingcat-heimasíðunnar, fyrir að hafa „dreift rangfærslum“ um rússneska herinn, en slíkt var gert…

Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu hafið sakamálarannsókn á hendur búlgarska blaðamanninum Christo Grozev, stofnanda Bellingcat-heimasíðunnar, fyrir að hafa „dreift rangfærslum“ um rússneska herinn, en slíkt var gert ólöglegt í Rússlandi eftir að innrásin hófst í febrúar.

Bellingcat hefur m.a. leikið lykilhlutverk í að rannsaka eiturefnaárásina í Salisbury 2018, sem og þegar eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní haustið 2020.