Græja er áhald, verkfæri, tæki. Tökuorð, en Orðsifjabók vísar ekki í dönsku eins og fyrrverandi hjálenduþegnar og afkomendur þeirra hefðu vænst heldur norskuna grejer (fleirtala)
Græja er áhald, verkfæri, tæki. Tökuorð, en Orðsifjabók vísar ekki í dönsku eins og fyrrverandi hjálenduþegnar og afkomendur þeirra hefðu vænst heldur norskuna grejer (fleirtala). Og sögnin að græja: lagfæra, koma í kring – tökuorð af sama toga, segir bókin. Elsta dæmi í ritmálssafni frá 1914, eftir Þórberg Þórðarson.