Rútan Bílstjórinn virti ekki lokanir.
Rútan Bílstjórinn virti ekki lokanir.
Rúta á vegum Hópbíla, með 30 farþegum, festist tvisvar í fyrradag og þveraði þjóðveg 1 í bæði skiptin í nágrenni Víkur í Mýrdal. Eftir að björgunarsveitir losuðu rútuna í fyrra skiptið er hún festi sig á þjóðvegi 1 við Pétursey hlýddi bílstjóri…

Rúta á vegum Hópbíla, með 30 farþegum, festist tvisvar í fyrradag og þveraði þjóðveg 1 í bæði skiptin í nágrenni Víkur í Mýrdal. Eftir að björgunarsveitir losuðu rútuna í fyrra skiptið er hún festi sig á þjóðvegi 1 við Pétursey hlýddi bílstjóri hennar engum tilmælum um lokanir og festi sig aftur við afleggjarann að Hótel Dyrhólaey þar sem rútan þveraði veginn. Þjóðvegur 1, á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, var lokaður í allan gærdag. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar harmar málið en segir sveitirnar ekki hafa haft heimildir til að hamla för rútunnar.