— Morgunblaðið/Eggert
Ekkert lát er á þeim kuldum sem nú eru og búast má við brunagaddi víða um land alveg fram til áramóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Eitthvað gæti líka snjóað bæði á Suður- og Austurlandi gangi veðurspár …

Ekkert lát er á þeim kuldum sem nú eru og búast má við brunagaddi víða um land alveg fram til áramóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Eitthvað gæti líka snjóað bæði á Suður- og Austurlandi gangi veðurspár eftir og því má búast við ófærð á vegum í þessum landshlutum. Áfram eru svo að myndast lægðadrög fyrir vestan land sem sum munu skila sér að ströndum og þeim gæti þá fylgt snjókoma við sunnanvert landið.

Í gærkvöldi klukkan 18 var 12 stiga frost á Akureyri og 19 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum.