Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir
Biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni að Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Svo bætti hún við að ekki væri vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu, þöggun ríkti: „Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa? Við sem treystum þeim Guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði Guðs,“ sagði biskup.

Biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni að Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Svo bætti hún við að ekki væri vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu, þöggun ríkti: „Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa? Við sem treystum þeim Guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði Guðs,“ sagði biskup.

Og hún sagði ennfremur að hvaða aðstæður sem mættu okkur á lífsveginum þá værum við ekki ein.

Þetta eru skilaboð sem skipta máli og eiga erindi við fólk á öllum aldri. Þeir sem gert hafa öfgatrúleysi að leiðarljósi sínu í lífinu mega ekki heyra á neitt slíkt minnst, en ekki nóg með það, þeir sætta sig ekki við að aðrir heyri á slíkt minnst.

Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og hún verður að fá að rækja það hlutverk sitt án þess að þöggunarárátta nútímans nái að kveða hana í kútinn.

En hún verður líka að vera trú grundvelli sínum, vera kletturinn en ekki laufið í vindinum.