— Morgunblaðið/Hákon
Brunagaddur, snjór yfir öllu og víða fljúgandi hálka. Svona var staðan í gær í Reykjavík, en eftir veisluhöld jólanna var fjölda fólks nauðsynlegt að fara út í göngutúr. Þar lét enginn veður og aðrar aðstæður á sig fá heldur naut þess að fylla…

Brunagaddur, snjór yfir öllu og víða fljúgandi hálka. Svona var staðan í gær í Reykjavík, en eftir veisluhöld jólanna var fjölda fólks nauðsynlegt að fara út í göngutúr.

Þar lét enginn veður og aðrar aðstæður á sig fá heldur naut þess að fylla lungun af súrefni og líta til sólar, en gangur hennar lengist nú hænufet dag hvern. Þannig voru hlíðar Esju og Móskarðshnúkar í fallegri birtu séð úr Laugarnesi um miðjan daginn í gær og víst er alltaf fallegt að líta til Viðeyjar úti á sundunum bláu.