Bakvörður Alfons gerði þriggja og hálfs árs samning við Twente.
Bakvörður Alfons gerði þriggja og hálfs árs samning við Twente. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alfons Sampsted, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Hann kemur til félagsins frá Bodø/Glimt í Noregi, þar sem hann átti þrjú afar góð tímabil

Alfons Sampsted, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Hann kemur til félagsins frá Bodø/Glimt í Noregi, þar sem hann átti þrjú afar góð tímabil. Alfons gæti leikið sinn fyrsta leik með Twente 6. janúar er liðið mætir Emmen á heimavelli. Twente er í 5. sæti hol­lensku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 27 stig, sex stig­um á eft­ir Feyenoord sem er á toppn­um.