Salan á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka olli miklum titringi, eftir að salan hafði farið fram, og var því nokkuð um hana fjallað í fjölmiðlum.
Salan á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka olli miklum titringi, eftir að salan hafði farið fram, og var því nokkuð um hana fjallað í fjölmiðlum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðskiptalífið á árinu sem nú er að líða einkenndist að hluta til af áhrifum tilefnislausrar innrásar Rússa í Úkraínu undir lok febrúar. Þar fyrir utan er allur hinn vestræni heimur að reka sig nokkuð harkalega á þá staðreynd að peningaprentun er…

Viðskiptalífið á árinu sem nú er að líða einkenndist að hluta til af áhrifum tilefnislausrar innrásar Rússa í Úkraínu undir lok febrúar. Þar fyrir utan er allur hinn vestræni heimur að reka sig nokkuð harkalega á þá staðreynd að peningaprentun er ekki ókeypis, því það gífurlega magn af peningum sem varið var í tíð kórónuveirufaraldursins er nú að koma fram í hárri verðbólgu. Ísland er þar engin undantekning og verðbólga hér á landi hefur mælst í hærra lagi nær allt árið, sem hefur leitt af sér öra hækkun stýrivaxta.

Það voru þó ýmis mál sem vöktu mikla athygli á árinu þegar horft er til frétta af atvinnu- og viðskiptalífinu. Þar ber helst að nefna söluna á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem olli miklum titringi eftir að salan var yfirstaðin. Meðal annarra mála má nefna söluna á Mílu sem kláraðist eftir miklar tafir af hálfu Samkeppniseftirlitsins, átök í hluthafahópum skráðra félaga, nýskráningar fyrirtækja á markað, sölu Origo á Tempo, mikla lækkun hlutabréfa í Kauphöll og þannig mætti áfram telja.

Þá náðust kjarasamningar undir lok árs meðal Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og VR hins vegar. Samningarnir eru stuttir en munu óneitanlega létta af þrýstingi til skemmri tíma á meðan óvissa ríkir í hagkerfum ríkjanna í kringum okkur.