[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Merki um erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi er svokölluð sameining Kjarnans og Stundarinnar. Óðinn Viðskiptablaðsins vék að henni og benti meðal annars á „digurbarkalega yfirlýsingu“ sem miðlarnir sendu út vegna sameiningarinnar, þar sem fram kom að reksturinn ætti „í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta“.

Merki um erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi er svokölluð sameining Kjarnans og Stundarinnar. Óðinn Viðskiptablaðsins vék að henni og benti meðal annars á „digurbarkalega yfirlýsingu“ sem miðlarnir sendu út vegna sameiningarinnar, þar sem fram kom að reksturinn ætti „í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta“.

Óðinn benti á að Stundin og Kjarninn hefðu verið rekin með tapi nánast frá upphafi, en tap hins síðarnefnda hefði þó verið mun meira. Samanlagt tap Kjarnans á verðlagi hvers árs væri komið í 85 milljónir, sem er talsvert þegar horft er til þess að velta síðasta árs var rúmar hundrað milljónir króna. Þá segir Óðinn að „fjársterkir aðilar“ hafi borið uppi taprekstur Kjarnans og „[e]kki nóg með það þá var einn stærri hluthafa félagsins erfingi kvótaauðs“.

Áfram heldur Óðinn: „Að auki er annar af tveimur stærstu hluthöfum Kjarnans í eigu einstaklings sem stóð á Austurvelli, barði í tunnu og mótmælti því að menn geymdu peninga í aflandsfélögum. Svo kom í ljós að sá hinn sami átti félagið M-trade á Tortóla, dótturfélag lúxemborgsks félags, rétt eins og hluthafinn Miðeind sem er hluthafi í Kjarnanum.“

Hvers vegna kom þetta ekki fram í yfirlýsingunni digurbarkalegu?