Þingholtsstræti 34 fylgdi með í kaupunum á sendiráðshúsunum.
Þingholtsstræti 34 fylgdi með í kaupunum á sendiráðshúsunum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ríkið mun leigja Laufásveg 19-23 í tvö ár undir flóttamenn, að því er fram kemur í kynningu vegna breytinga á skipulagi hússins. Sendiráð Bandaríkjanna var lengi með aðsetur í húsunum. „Með breyttri notkun verður húsið nýtt sem þrjár íbúðir,…

Ríkið mun leigja Laufásveg 19-23 í tvö ár undir flóttamenn, að því er fram kemur í kynningu vegna breytinga á skipulagi hússins.

Sendiráð Bandaríkjanna var lengi með aðsetur í húsunum.

„Með breyttri notkun verður húsið nýtt sem þrjár íbúðir, sem opnað verður tímabundið á milli … Í ljósi þess að húseigandi hyggst leigja ríkinu íbúðirnar svo hægt sé að hýsa flóttamenn til bráðabirgða (tvö ár) eru lagðar til auknar brunavarnir innan íbúða,“ segir í kynningu Reykjavíkurborgar vegna breytinga á skipulagi.

Félagið Laufásvegur 21 ehf. á nú húsið en meðal eigenda eru Halldór Karl Halldórsson, Páll Jóhannesson, Gunnar Þór Þórarinsson, Einar Baldvin Árnason, Þórir Júlíusson og Baldvin Björn Haraldsson.