Sala ÞG Verk hefur selt margar íbúðir í Vogabyggð á þessu ári.
Sala ÞG Verk hefur selt margar íbúðir í Vogabyggð á þessu ári. — Teikning/ONNO
Verktakafyrirtækið ÞG Verk seldi ríflega 200 íbúðir í ár en það er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar. Miðað við að meðalverð seldra íbúða hafi verið 80 milljónir króna hefur salan skilað ÞG Verki um 16 milljörðum króna

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Verktakafyrirtækið ÞG Verk seldi ríflega 200 íbúðir í ár en það er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar.

Miðað við að meðalverð seldra íbúða hafi verið 80 milljónir króna hefur salan skilað ÞG Verki um 16 milljörðum króna. Meirihluti hinna seldu íbúða er á þéttingarreitum í Vogabyggð í Reykjavík en Urriðaholt og Sunnusmári reyndust einnig drjúg í sölunni.

Framlegðin að minnka

„Byggingarkostnaður hefur verið að hækka allt árið og söluverðið líka, eða öllu heldur lengst af fram á haustið,“ segir Þorvaldur. „Á sumum tímapunktum innan ársins hefur verðlagning íbúðanna hækkað hraðar og meira en byggingarkostnaðurinn og svo hefur það snúist við og jafnast í hina áttina, sérstaklega á seinni hluta ársins. Það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það og kostnaðarkúrfan á hverju verkefni er svo mismunandi eftir því á hvaða tímabili þorri íbúðanna var byggður,“ segir Þorvaldur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Horfur séu á að framlegð af sölu nýrra íbúða verði minni á næsta ári en hún hafi verið í ár.