Neyðarskýli Reykjavíkurborg rekur neyðarskýli við Lindargötu.
Neyðarskýli Reykjavíkurborg rekur neyðarskýli við Lindargötu. — Morgunblaðið/Kristinn
Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu í Reykjavík til og með 1. janúar samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Konukot, sem er neyðarskýli fyrir konur, verður opið utan opnunartíma Skjólsins sem er opið hús fyrir konur sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur

Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu í Reykjavík til og með 1. janúar samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Konukot, sem er neyðarskýli fyrir konur, verður opið utan opnunartíma Skjólsins sem er opið hús fyrir konur sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur. Skjólið er opið á milli 10 og 15 á virkum dögum. Staðan verður endurmetin að morgni 2. janúar.

Þá verður viðbragðsáætlun málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir virk á þessu tímabili. Samkvæmt henni eru skýlin opin allan sólarhringinn þegar veðurskilyrði eru á þann veg að einstaklingum sé hætt við ofkælingu eða alvarlegum slysum. Ákvörðunin er tekin í ljósi slæmrar veðurspár næstu daga. Neyðaráætlunin gerir ráð fyrir samvinnu allra viðbragðsaðila í Reykjavík, bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss, lögreglu, Rauða krossins, forsvarsmanna tjaldsvæða, Vettvangs- og ráðgjafateymis Reykjavíkurborgar og neyðarúrræða fyrir heimilislausa.