Banabiti getur verið banvænn biti en algengari merking er: það sem verður e-m að falli, bindur t.d. enda á feril e-s. Það þýðir orðtakið e-ð verður banabiti e-s

Banabiti getur verið banvænn biti en algengari merking er: það sem verður e-m að falli, bindur t.d. enda á feril e-s. Það þýðir orðtakið e-ð verður banabiti e-s. „Því það sem hentar einum undir ákveðnum kringumstæðum getur verið banabiti annars við aðrar kringumstæður.“ (Samhengið má sjá í ritinu Ráðunautafundur 1997.)