[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýverið kom út hljómplatan Floreana með leik sænska tónlistarmannsins Gustafs Ljunggrens og bassaleikarans Skúla Sverrissonar. Á plötunni eru lög eftir Ljunggren og munu þeir félagar flytja þau á útgáfutónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 21

Nýverið kom út hljómplatan Floreana með leik sænska tónlistarmannsins Gustafs Ljunggrens og bassaleikarans Skúla Sverrissonar. Á plötunni eru lög eftir Ljunggren og munu þeir félagar flytja þau á útgáfutónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 21. Platan var hljóðrituð á Seltjarnarnesi og í Kaupmannahöfn þar sem Ljunggren er búsettur. Í tilkynningu segir að um sé að ræða „ótrúlega tærar og skýrar lagasmíðar með sterkri skandinavískri skírskotun“.