— Morgunblaðið/Eggert
Apríl Fjölmörg börn eru í hópi flóttamanna frá Úkraínu sem tóku að streyma til landsins eftir að stríð braust þar út hinn 24. febrúar. Vel hefur verið tekið á móti flóttamönnunum og ýmislegt gert til að létta þeim lífið í nýju landi

Apríl Fjölmörg börn eru í hópi flóttamanna frá Úkraínu sem tóku að streyma til landsins eftir að stríð braust þar út hinn 24. febrúar. Vel hefur verið tekið á móti flóttamönnunum og ýmislegt gert til að létta þeim lífið í nýju landi. Í byrjun apríl var opnað athvarf fyrir börn frá Úkraínu í Hátúni 2 í Reykjavík í Fíladelfíuhúsinu. Þar er boðið upp á morgunverð og hádegisverð, aðstöðu fyrir foreldra og leikföng sem börnin geta leikið sér með.