Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að samtal um innleiðingu rafvarnarvopna lögreglu þurfi að eiga sér stað innan ríkisstjórnarinnar og þingsins.
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær greindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra frá ákvörðun sinni að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn.
Í samtali við mbl.is sagði Katrín að hún hefði rætt við Jón í gærmorgun þar sem kom fram að hann myndi leggja fram minnisblað um málið á ríkisstjórnarfundi eftir áramót. „Auðvitað þarf hann að kynna hana [ákvörðunina] fyrir ríkisstjórn þó hún heyri stjórnskipunarlega undir hann. Þetta er stórt mál.“