Framfarir Fulltrúar styrkþega og Samtaka iðnaðarins við afhendinguna.
Framfarir Fulltrúar styrkþega og Samtaka iðnaðarins við afhendinguna. — Ljósmynd/BIG
Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt þremur verkefnum styrki samtals að upphæð 14,4 milljónir króna. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efldu menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrkti framþróun í iðnaði og að þau leiddu til framleiðniaukningar

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt þremur verkefnum styrki samtals að upphæð 14,4 milljónir króna. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efldu menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrkti framþróun í iðnaði og að þau leiddu til framleiðniaukningar.

Verkefnin sem hljóta styrki úr Framfarasjóðinum eru Félag blikksmiðjueigenda, sem fær 5 milljónir. Félag ráðgjafaverkfræðinga og Samtök arkitektastofa fá einnig 5 milljónir og Samtök skipaiðnaðarins fá 4,4 milljónir króna.

Samtök iðnaðarins segja val á þessum verkefnum endurspegla áherslur samtakanna. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg til að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni.