Þórhildur Magnúsdóttir
Þórhildur Magnúsdóttir
Á þessu ári náði 31 Íslendingur 100 ára aldri og hafa þeir aldrei verið fleiri. Eldra met var 28 og var frá árunum 2008 og 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook, náðu átján konur og þrettán karlar hundrað ára aldri í ár

Á þessu ári náði 31 Íslendingur 100 ára aldri og hafa þeir aldrei verið fleiri. Eldra met var 28 og var frá árunum 2008 og 2018.

Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook, náðu átján konur og þrettán karlar hundrað ára aldri í ár. Árið 1922 fæddust 2.546 börn hér á landi og hafa því 1,2% þeirra orðið hundrað ára. Þetta hlutfall er jafnt því hæsta sem áður hefur verið en það var árið 2008.

Nú eru 46 Íslendingar 100 ára eða eldri. Elst er Þórhildur Magnúsdóttir í Reykjavík en hún varð 105 ára daginn fyrir Þorláksmessu. Karl Sigurðsson á Ísafirði er allra karla elstur, varð 104 ára í maí.

Búast má við því að á árinu 2023 nái innan við tuttugu manns hundrað ára aldri.