— AFP
Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattspyrnumannsins Pelés, sem lést á fimmtudagskvöld, 82 ára að aldri. Pelé verður borinn til grafar á þriðjudag í borginni Santos en hann lék með knattspyrnuliði borgarinnar mestan hluta ferils síns

Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattspyrnumannsins Pelés, sem lést á fimmtudagskvöld, 82 ára að aldri.

Pelé verður borinn til grafar á þriðjudag í borginni Santos en hann lék með knattspyrnuliði borgarinnar mestan hluta ferils síns. Fólk flykktist að knattspyrnuleikvanginum í Santos eftir að fréttir bárust af andláti Pelés og lagði blóm við völlinn.

Í Rio de Janeiro var Kristsstyttan, sem gnæfir yfir borginni, upplýst til heiðurs knattspyrnumanninum og sömuleiðis var Maracana-leikvangurinn sögufrægi upplýstur.

Fjöldi þjóðarleiðtoga og forystufólks í íþróttaheiminum minntist Pelés í gær.