Útboð Heilsugæslunni var heimilt að ganga til samninga án útboðs.
Útboð Heilsugæslunni var heimilt að ganga til samninga án útboðs. — Morgunblaðið/Eggert
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var ekki skylt að framkvæma útboð vegna kaupa á hraðprófum við Covid-19. Félag atvinnurekenda krafðist þess fyrir kærunefnd útboðsmála að samningar milli heilsugæslunnar og tveggja heildsala yrðu gerðir óvirkir, því kaupin hefðu verið útboðsskyld

Stutt

Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var ekki skylt að framkvæma útboð vegna kaupa á hraðprófum við Covid-19. Félag atvinnurekenda krafðist þess fyrir kærunefnd útboðsmála að samningar milli heilsugæslunnar og tveggja heildsala yrðu gerðir óvirkir, því kaupin hefðu verið útboðsskyld. Með vísan til ófyrirsjáanlegra ástæðna og neyðarástands taldi kærunefndin að heilsugæslunni hefði verið heimilt að nýta undantekningarheimild laga um opinber innkaup.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið muni sennilega una úrskurðinum, en mikilvægt sé að láta á svona mál reyna, því eftirliti með innkaupum hins opinbera sé ábótavant.