Hörður Ágústsson fæddist 4. febrúar 1922 í Reykjavík og því eru á þessu ári 100 ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Markússon, f. 1891, d. 1965, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1893, d

Hörður Ágústsson fæddist 4. febrúar 1922 í Reykjavík og því eru á þessu ári 100 ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Markússon, f. 1891, d. 1965, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1893, d. 1947.

Hörður kenndi við Myndlistaskólann í Reykjavík 1953-59, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962-89 og var þar skólastjóri 1968-75. Hann var einn af helstu fulltrúum abstraktmálverksins og hélt fjölda myndlistarsýninga.

Hörður var einn af stofnendum og ritstjórum tímaritsins Birtings 1955-68. Hann var einn af frumkvöðlum húsafriðunar hér á landi, átti m.a. þátt í stofnun Húsafriðunarnefndar árið 1970 og sat í henni til ársins 1995. Formaður Hins íslenska fornleifafélags var hann 1982-2001. Hörður stundaði rannsóknir á sögu íslenskrar húsagerðar og íslenskum myndlistararfi og ritaði fjölda greina og bóka um þau efni. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir tvö verka sinna, Skálholt. Kirkjur, 1990 og Íslenska byggingararfleifð I, 1998.

Eiginkona Harðar var Sigríður Magnúsdóttir, 1924, d. 2020. Börn þeirra eru þrjú.

Hörður lést 10.9. 2005.