Maí Í maí ávarpaði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, íslenska þingmenn og þjóðina alla. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendum einstaklingi er boðið að ávarpa Alþingi. Forsetinn hefur ávarpað fjölda þjóðþinga frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst 24

Maí Í maí ávarpaði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, íslenska þingmenn og þjóðina alla. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendum einstaklingi er boðið að ávarpa Alþingi. Forsetinn hefur ávarpað fjölda þjóðþinga frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst 24. febrúar síðastliðinn. Þar hefur hann óskað eftir auknum stuðningi við Úkraínu vegna innrásarinnar. Meðal annars hefur hann kallað eftir hertum refsiaðgerðum í garð Rússa.