Appelsínugul viðvörun verður í gildi vegna veðurs á Suðurlandi frá klukkan sjö til þrjú í dag. Útlit er fyrir að veður skáni á hádegi en aftur fari að hvessa á miðnætti. Er búist við að ófært verði víða á suðvesturhorninu á nýársnótt.
Talið er líklegt að loka þurfi Reykjanesbraut á tímabili í dag og þá helst árla morguns. Þegar hafa flugfélög seinkað flugferðum frá Bandaríkjunum í dag og einnig til og frá Evrópulöndum. Einnig er búist við því að færð verði erfið í íbúðagötum en lögð verður áhersla á að halda stofnleiðum opnum, að sögn Eiðs Fannars Erlendssonar, sem sér um vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg.
Óljóst er hvenær snjómoksturstæki komast í húsagötur og fer það eftir því hversu mikið muni snjóa og skafa. Röskun er talin líkleg á þjónustu Strætó og hafa farþegar verið beðnir að fylgjast með þróun mála á vef Strætó eða í Klapp-appinu. Óvissustig hefur gengið í gildi hjá lögreglu. » 2