Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í ár, en þau voru veitt á Húsavík í vikunni. Könnunarsafnið á Húsavík veitir verðlaunin, sem nú var gert í sjötta sinn. Tiilefnið er að sýna sóma þeim sem unnið hafa afrek í landkönnun og vísindastarfi.
Kathy Sullivan á að baki þrjú geimflug og hefur ferðast 356 sinnum umhverfis jörðina. Var í áhöfn geimskutlurnar Discovery sem kom Hubble-sjónaukanum á braut um jörðu árið 1990. Þá setti geimskutlan hæðarmet er hún flaug í 621 kílómetra hæð yfir jörðu. Árið 2020 varð Sullivan fyrst kvenna til að kafa niður í Challenger-dýpið í Maríanadjúpál, dýpsta parti hafsins, sem er um 11 km undir sjávarmáli.
Árið 2013 skipaði Barack Obama forseti Sullivan forstjóra NOAA, hafrannsókna- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna.