— Shuran Huang fyrir The New York Times
Júní Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri 24. júní við dóminum í máli Roe gegn Wade frá 1973, sem snerist um að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt á fóstureyðingum. Rétturinn rökstuddi dóminn með því að rétturinn til fóstureyðinga ætti ekki rætur í sögu …

Júní Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri 24. júní við dóminum í máli Roe gegn Wade frá 1973, sem snerist um að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt á fóstureyðingum. Rétturinn rökstuddi dóminn með því að rétturinn til fóstureyðinga ætti ekki rætur í sögu þjóðarinnar eða hefðum og hefði verið óþekktur þar til kom að máli Roe gegn Wade. Fimm dómarar greiddu atkvæði með því að snúa dóminum frá 1973 við, en fjórir voru á móti. Úrskurðurinn þýddi að ríki Bandaríkjanna eru ekki lengur bundin þegar kemur að fóstureyðingum og var því sýnt að rétturinn til fóstureyðinga yrði afnumin í mörgum ríkjum. Þessi niðurstaða olli miklum titringi um öll Bandaríkin. Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi réttinn og sagði að hann væri kominn á „öfgafulla og hættulega braut“. Á myndinni sjást andstæðingar fóstureyðinga fagna fyrir utan Hæstarétt í Washington 24. júní.