— John Sibley/Reuters
Júlí Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands 7. júlí. Ákvörðun hans kom í kjölfar þess að fjöldi ráðherra í ríkisstjórn hans hafði sagt af sér og fjarað hafði undan stuðningi við hann í Íhaldsflokknum

Júlí Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands 7. júlí. Ákvörðun hans kom í kjölfar þess að fjöldi ráðherra í ríkisstjórn hans hafði sagt af sér og fjarað hafði undan stuðningi við hann í Íhaldsflokknum. Þar við bættist hneykslismál vegna þingmannsins Chris Pincher, sem tveir menn sögðu að hefði káfað á sér á klúbbi í London. Johnson var legið á hálsi fyrir að skipa Pincher í mikilvæga stöðu í flokknum. Johnson tókst að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Hann var á hinn bóginn vændur um að fara frjálslega með sannleikann og hygla vinum sínum. Johnson var forsætisráðherra í nærfellt þrjú ár. Liz Truss tók sæti hans, en sagði af sér rúmum sex vikum síðar eftir að hún neyddist til að hætta við áform sín um að lækka skatta og missti stuðning í eigin flokki. Hefur engin forsætisráðherra setið skemur á Bretlandi. Á myndinni sést Johnson fyrir utan Downing-stræti 10, skömmu fyrir afsögn sína.