Mars Will Smith gekk upp á svið í miðri 94. Óskarsverðlaunaafhendingunni og rak Chris Rock kinnhest. Rétt áður hafði Rock hent gaman að hárlausu höfði Jödu Pinkett Smith, eiginkonu hans, þegar hann kynnti verðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina. Smith hrópaði ókvæðisorð að Rock og sagði honum að hætta að tala um konu sína. Síðar um kvöldið hlaut Smith Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, flutti tilfinningum hlaðna ræðu um að hann þyrfti að verja fölskyldu sína og bað bandarísku kvikmyndakademínuna, sem stendur að verðlaunaafhendingunni, afsökunar á hegðun sinni. Í vikunni á eftir gekk Smith úr akademíunni og hlaut 10 ára bann frá öllum viðburðum á hennar vegum. Smith bað Rock síðar afsökunar.