Ágúst Brittney Griner, leikmaður í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta, WNBA, var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir brot á eiturlyfjalöggjöf landsins. Griner er stjörnuleikmaður og miðherji liðsins Phoenix Mercury, en var í Rússlandi að leika körfubolta milli keppnistímabila í Bandaríkjunum. Hún var tekin á Sjeremetjevo-flugvelli í Moskvu og kváðust verðir hafa fundið rafrettugræju með leifum af hassolíu, sem er ólögleg í Rússlandi, í farangri hennar. Réttarhöldin yfir Griner fóru fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu og spennu milli Bandaríkjamanna og Rússa. Griner var flutt í fanganýlendu í nóvember. Brittney Griner var látin laus í fangaskiptum 8. nóvember fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout. Myndin er af Griner í réttarsal í Rússlandi.