— Angela Sterling
Við segjum sögur vegna þess að það er auðveldara að skilja djúpan sannleik í gegnum goðsagnir, þjóðsögur og altækar hugmyndir. Vegna þess að tónlist og hreyfing eru altæk, jafnvel frumhvatir, kviknar okkar djúpi skilningur á því hvernig saga rís og hnígur sérstaklega með dansi

Við segjum sögur vegna þess að það er auðveldara að skilja djúpan sannleik í gegnum goðsagnir, þjóðsögur og altækar hugmyndir. Vegna þess að tónlist og hreyfing eru altæk, jafnvel frumhvatir, kviknar okkar djúpi skilningur á því hvernig saga rís og hnígur sérstaklega með dansi.

Maður á von á því að öll dramatíkin í ballettfrásögn komi fram þegar saman fara spor og tónlist. En augnablik án hreyfingar getur líka verið kraftmikið. Tökum þriðja þáttinn í hinni klassísku uppfærslu sir Kenneths MacMillans á ballettinum Rómeó og Júlíu. Eftir að Tíbalt deyr fyrir hendi Rómeós og Júlía sér fram á að verða neydd til að giftast París kýs MacMillan kyrrðina til að lýsa þjáningum Júlíu.

Eftir að hafa dregið fram ofsafengnar ástríður söguhetjanna af slíkri fagmennsku með því að tvinna saman klassísk spor ballettsins og tónlist Sergeis Prokofjevs kýs MacMillan að sýna okkur ólgandi ráðabrugg Júlíu með því að láta hana einfaldlega sitja fremst á rúmi sínu. Hún haggast ekki, með ristarnar beinar og tærnar saman og niður. Meira að segja augnaráðið er óhuggulega kyrrt þannig að hljómusli strengjahljóðfæranna og ómstríð blásturshljóðfærin fá að segja frá og túlka hugsanir hennar um leið og tilfinningareið hennar tekur á sig mynd.

Hver einasti snúningur, í hvert einasta skipti sem hún var hafin á loft færðumst við nær þessu augnabliki þar sem hreyfingarleysið ríkir. Þetta er fallegt dæmi um hvernig hreyfing – og augnablikin þar á milli – endurómar í okkur í djúpum tilfinninganna. Dans getur enduspeglað ótta, ást eða gleði, eða jafnvel kafað dýpra í hið kvalafulla fárviðri hlutskiptis mannsins.

Christopher Wheeldon er danshöfundur og leikstjóri. Hans nýjasta verk er MJ: The Musical.