— Phill Magakoe/AFP gegnum Getty Images
Nóvember Lýðfrelsisfylking Tigray og stjórnvöld í Eþíópíu féllust á vopnahlé eftir tíu ára samningalotu í Pretoríu í Suður-Afríku þar sem Afríkusambandið hafði milligöngu. Samkomulagið kom á óvart og var gert aðeins einum degi áður en tvö ár voru…

Nóvember Lýðfrelsisfylking Tigray og stjórnvöld í Eþíópíu féllust á vopnahlé eftir tíu ára samningalotu í Pretoríu í Suður-Afríku þar sem Afríkusambandið hafði milligöngu. Samkomulagið kom á óvart og var gert aðeins einum degi áður en tvö ár voru liðin frá upphafi átakanna, sem hafa verið blóðug og leikið næst fjölmennasta ríki Afríku grátt. Þúsundir manna hafa látið lífið og milljónir eru á vergangi. Áður en stríðið hófst hafði mikil spenna ríkt á milli Abiys Ahmeds forsætisráðherra og eþíópíska þjóðarhersins annars vegar og hins vegar Lýðfrelsisfylkingarinnar, sem áður hafði ráðið lögum og lofum í landinu í þrjá áratugi. Á myndinni sjást fulltrúar eþíópískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Tigray skiptast á eintökum af friðarsamkomulaginu eftir undirritun í Pretoríu 2. nóvember.