— Frank Augstein / POOL / AFP gegnum Getty Images)
Júní Fjögurra daga hátíð, sem hófst 2. júní, var haldin á Bretlandi til að fagna því að Elísabet II. drottning hefði verið við völd í 70 ár. Valdaafmælið er kennt við platínu og hefur enginn kóngur eða drottning náð að sitja svo lengi á Bretlandi

Júní Fjögurra daga hátíð, sem hófst 2. júní, var haldin á Bretlandi til að fagna því að Elísabet II. drottning hefði verið við völd í 70 ár. Valdaafmælið er kennt við platínu og hefur enginn kóngur eða drottning náð að sitja svo lengi á Bretlandi. Valdatími drottningar náði yfir nærri allan tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Drottningin sat næstlengst við völd af öllum kóngum og drottningum veraldarsögunnar. Viðburðinum var fagnað með tónleikum, sýningum og skrúðgöngum og kveikt var á afmæliskyndlum í höfuðborgum allra ríkja samveldisins. Drottningin lést rúmum þremur mánuðum síðar, 8. september, 96 ára að aldri. Á myndinni sést heilmynd af drottningu í glugga gullvagns í hátíðahöldunum í London.