— Reuters/Loren Elliott TPX Images of the Day
Janúar Novak Djokovic, einum fremsta tennisleikara heims, var vísað úr landi í Ástralíu 14. janúar, degi áður en opna ástralska meistaramótið átti að hefjast, vegna þess að hann hafði ekki verið bólusettur gegn kórónuveirunni

Janúar Novak Djokovic, einum fremsta tennisleikara heims, var vísað úr landi í Ástralíu 14. janúar, degi áður en opna ástralska meistaramótið átti að hefjast, vegna þess að hann hafði ekki verið bólusettur gegn kórónuveirunni. Nefnd þriggja dómara staðfesti ákvörðun stjórnvalda um að fella vegabréfsáritun Serbans úr gildi í þágu „heilbrigðis og reglu“. Alex Hawke, þáverandi ráðherra innflytjendamála í Ástralíu, sagði að ákvörðunin hefði verið tekin af ótta við að fengi hann að spila á mótinu gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga bólusetninga og jafnvel ýtt undir „borgaralega ólgu“ í landinu. Djokovic, sem unnið hefur 20 titla á stórmótum, sagði að ákvörðun sín um að fara ekki í bólusetningu væri persónuleg og hann vildi ekki láta hreyfingu andstæðinga bólusetninga setja sig á stall. Hér sést Djokovic yfirgefa hótel sitt í Melbourne eftir að áritunin var felld úr gildi.