— Sam Yeh/AFP via Getty Images
Júlí Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana 8. júlí þegar hann var að flytja pólitísika ræðu í borginni Nara. Hann var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Nara. Þar var tilkynnt að hann væri látinn, 67 ára að aldri

Júlí Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana 8. júlí þegar hann var að flytja pólitísika ræðu í borginni Nara. Hann var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Nara. Þar var tilkynnt að hann væri látinn, 67 ára að aldri. Abe var skotinn aftan frá með heimatilbúnu vopni af stuttu færi. Tilræðismaðurinn heitir Tetsuya Yamagami. Hann hafði áður lýst yfir reiði í garð einingarkirkjunnar og meintra tengsla hennar við Abe. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði af sér 2020. Hann hafði þá setið lengur óslitið en nokkur annar forsætisráðherra Japans. Abe hafði áfram mikil pólitísk áhrif eftir að hann lét af embætti. Á myndinni sést kona skrifa samúðarkveðju á vegg Japansk-taívanska félagsins í Taípei í Taívan.